SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. ágúst 2020

40 ár frá stíflusprengingu í Laxá

Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, skáldkona og náttúruverndarsinni (ljósm. myndasafn mbl)

Í dag eru fjörutíu ár liðin frá því að þingeyskir bændur söfnuðust saman og sprengdu upp stíflu í Miðkvísl Laxár til að mótmæla virkjunarframkvæmdum. Réttarhöld yfir sprengjumönnum stóðu vikum saman. Ekki er nákvæmlega vitað nú hve margir voru við Miðkvísl þetta kvöld en 65 voru ákærðir fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu.

Harðar deilur höfðu staðið um virkjun í Laxá og tókust á sjónarmið náttúruverndar og virkjana hér á landi. Deilan stóð frá 1968 til 1974 og snerist um hvort varðveita skyldi Mývatns- og Laxársvæðið eða eyða því í núverandi mynd í þágu raforkuframleiðslu. Framkvæmdaaðilar létu að lokum í minni pokann, fallið var frá áformum um Gljúfurversvirkjun og Alþingi setti 1974 lög um verndun Laxár og Mývatns. Lífríki svæðisins er einstætt á heimsvísu og er nú undir ákvæðum Ramsarsáttmálans um alþjóðlega vernd votlendis. Laxá er ein fallegasta og vinsælasta silungs- og laxveiðiá Íslands, segir á vef 640.is (heimild).

Skáldkona ein stóð í fylkingarbrjósti ásamt mannni sínum fyrir verndun Laxár. Það var Jóhanna Steingrímsdóttir, húsfreyja í Árnesi í Aðaldal.

 

Sjá á vef skáld.is: Eins og klettur