SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir13. september 2020

Svikakvöld í beinni

Senn líður að næsta Svikakvöldi en það eru mánaðarleg ljóðakvöld í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi sem Svikaskáld halda í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, þriðja hvert fimmtudagskvöld. Þar sem Gröndalshús rúmar ekki marga, og því erfitt að fara eftir sóttvarnarreglum, verður boðið upp á ljóðalestur í beinni útsendingu á vefnum, á þessari síðu, kl. 20.

Þessi mánaðarlegu Svikakvöld eru ætluð bæði nýjum og reyndari skáldum og er fjölbreytileikinn hafður að að leiðarljósi. Með því móti er vonin sú að unnt sé að að tengja saman kynslóðir, menningarheima sem og senur innan ljóðaheimsins í Reykjavík.

Næsta september stíga á stokk eftirfarandi skáld:

Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir

Birnir Jón Sigurðsson

Guðrún Hannesdóttir

Tásurnar (Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Jóhann G. Thorarensen og Ágúst Ásgeirsson)

Þórdís Helgadóttir