SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir16. september 2020

Á hún þrek og þor?

Í dag er dagur íslenskrar náttúru.

Af því tilefni birtist hér ljóð eftir Ásu Ketilsdóttur.

 

Marinka, deposit photos Haust

 

Nú hrynja visnuð blöðin af grárri

aspargrein

og gulnað birkilaufið á freðna kalda rein.

Því haustið það er komið og vetur víkur

nær

völdin bráðum tekur hinn mjallahvíti

snær.

 

Höfuð beygir rósin sem greri glugga hjá

glæstur litur horfinn og engin blóm að sjá.

Og spurn í huga vaknar hvort á hún þrek

og þor

að þreyja langan vetur uns birtir næsta

vor.