SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir17. september 2020

Blaðamannsskírteini nr 4

Elín Pálmadóttir er kona dagsins. Hún hefur m.a. skrifað sjálfsævisögu sína og ævisögu Gerðar Helgadóttur, myndlistarkonu og haldið nafni hennar mjög á lofti. Fjölda viðurkenninga hefur hún hlotið um ævina fyrir framlag sitt til menningar- og umhverfismála. Hún var stærstan hluta starfsævinnar blaðamaður á Morgunblaðinu og er handhafi blaðamannaskírteinis nr 4, sem þýðir að hún hefur verið lengi í bransanum.

Elín sest á skáldabekk í dag.

Mynd: Blaðamannafélag Íslands