SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. september 2020

„Þótti mönnum þetta vera óþarfabrölt“

Kristín Steinsdóttir er rómuð, ástsæl og afkastamikil skáldkona. Fyrsta bók hennar kom út 1987, metsölubókin Franskbrauð með sultu. Síðan hefur Kristín skrifað 32 bækur, aðallega barna- og unglingabækur og hlotið bæði verðlaun og viðurkenningar. Á vef íslenskra bókmennta er viðtal við Kristínu, líklega frá 2010, þar sem hún segir m.a. frá undirtektum bókaforlags þegar hún kom með handrit að skáldverki fyrir fullorðna:

„Fyrsta verkið sem ég skrifaði fyrir fullorðna, Sólin sest að morgni (2004), hafði líka verið lengi með mér áður en það kom út. … Í rauninni hafði ég skrifað söguna margoft í huganum. Til að byrja með kom ég ekki auga á að gera neitt annað en að skrifa fyrir börn. Svo fór mig að langa að skrifa fyrir fullorðna. En þegar ég sýndi forlaginu mínu handritið þótti mönnum þetta vera óþarfabrölt. Búin að vinna til fjölda verðlauna sem barnabókahöfundur. Ætti ég ekki bara að halda mig við það?“

En Kristín lét ekki undan síga og síðustu ár hefur hún sent frá sér skáldsögurnar Ljósu, Bjarna-Dísu og Vonarland, allt öndvegisverk um konur sem búa við fátækt, fordóma og misrétti. Á vef skáld.is er fjallað um nýjustu skáldsögu Kristínar. Ekki vera sár.

Hér má sjá langan lista yfir viðurkenningar sem Kristín hefur fengið á löngum og glæsilegum rithöfundarferli.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

2013 - Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir framlag til íslenskra bókmennta

2011 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Ljósa

2010 - Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ljósa

2008 - Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi: Veitt fyrir feril

2007 - Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins

2007 - Silfurstjarnan (verðlaun sænksu IBBY samtakanna): Engill í Vesturbænum

2007 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Á eigin vegum

2004 - Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins: Engill í Vesturbænum

2003 - Norrænu barnabókaverðlaunin: Engill í vesturbænum

2003 - Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Engill í vesturbænum

2003 - Vorvindar: Viðurkenning Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY: Engill í vesturbænum

1999 - Úthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda

1998 - Bæjarlistamaður Akraness

1992 - Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY (Börn og bækur): Fjólubláir dagar

1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 3. verðlaun: Randaflugur (ásamt Iðunni Steinsdóttur)

1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 2. verðlaun: Mánablóm (ásamt Iðunni Steinsdóttur)

1987 - Íslensku barnabókaverðlaunin: Franskbrauð með sultu

1986 - Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins, 1. verðlaun: 19. júní (ásamt Iðunni Steinsdóttur)

TILNEFNINGAR

2008 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Á eigin vegum

1998 - Bókmenntaverðlaun Janusar Korzack í Póllandi: Vestur í bláinn