SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir22. september 2020

Týnt og glatað?

Guðrún Ásmundsdóttir er ekki bara leikkona og leikstjóri, heldur skáldkona líka. SItthvað hefur hún ritað en eflaust er margt í glatkistunni eins og verða vill stundum með t.d. handrit að menningardagskrám, útvarpsþáttum og leikritum. Vita glöggir lesendur um fleiri verk eftir Guðrúnu en tiltekin eru í Skáldatalinu?

„Guðrún fæddist á Laugavegi 2 í Reykjavík 19. nóvember 1935 og var þriggja ára þegar móðir hennar dó. Systkinin Guðrún og Páll, sem þá var nýorðinn sex ára, fengu ‘frjálst uppeldi’ hjá föður sínum. Páll fékk að breyta eldhúsinu í efnafræðirannsóknarstofu og Guðrún breytti stofunni í leikhús. Þar kom hún fram með blóm í hárinu og flutti ljóðið Helga Jarlsdóttir eftir Davíð Stefánsson. Leikkonan unga vílaði heldur ekki fyrir sér að fara út á Laugaveg og sækja áhorfendur sem fengu ókeypis ljóðaupplestur. ‘Þetta var upphafið að leiklistarferlinum.’“

Ljósmynd: kvikmyndavefurinn