SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir26. september 2020

Eldfjöll og ástir

Í skáldsögunni Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir segir Sigríður Hagalín frá því er jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga og eldfjöll vakna til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og fullkomið líf hennar lætur ekki lengur að stjórn. Eldarnir eru þriðja skáldsaga Sigríðar Hagalín.

Eldfjallafræðingar eru heillandi skáldsagnapersónur, kannski er Anna Arnardóttir skyld Maríu Hólm Gæðakonu Steinunnar Sig?

Fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Önnur skáldsaga hennar, Hið heilaga orð, kom út árið 2018. Útgáfuréttur beggja bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur Eyland verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.