SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 2. október 2020

Haust eftir Kristínu Ómarsdóttur

Ljóð dagsins er Haust eftir Kristínu Ómarsdóttur. Það birtist í ljóðabókinni þerna á gömlu veitingahúsi sem kom út árið 1993 og nú aftur í ljóðasafni skáldkonunnar sem kom út á dögunum.

Haust

Laufin eru fallin og stólarnir eru dánir

það er komið haust

ég hringi svo oft í þig því það er komið haust

sendiferðabíllinn temur sér þolinmæði og

bíður fyrir utan gluggann

stundum horfumst við í augu

hann sýnir mér aldrei ónærgætni

auðvitað er bíllinn hvítur því það er komið haust

ég setti sum augnablikin í glösin hér

en sum augnablikin skildi ég eftir á förnum vegi

vonandi finnur þau einhver

en glösin fá að standa hér

eitthvað lengur

því það er komið haust

rek mig á það

komið haust

veit ekki hvernig mætti merkja það

með stjörnu eða krossi

exi

laufi

spurningarmerki

hvernig merkir maður haustið?

með þér

með mér?

með þér

merkimiði haustsins?

í hvaða líki: *+lauf?exis

?

exis

x

það er komið haust

ég mátti svosem vita það

sankallað haust með haustbragði

mátti vita það

hvað hafði ég svosem til máls míns?

hringdi aldrei í þig?

nei það er komið óumflýjanlegt

bráðlegt haust

sendiferðabíllinn opnar rösklega

á sér dyrnar og lítur við

glugga mínum

(Kristín Ómarsdóttir: Ljóðasafn, bls. 130-131)