SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 4. október 2020

Heimsókn til Vigdísar

 

 

Um þessar mundir stendur yfir sýning í Borgarbókasafni Gerðubergi á söguheimi bókarinnar Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring.

Rán Flygenring er bæði mynd- og rithöfundur og hannaði hún sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Söguheimur bókarinnar lifnar þarna við og er upplifun fyrir alla aldurshópa.

Sýningin stendur til 21. febrúar 2021 og sjá má opnunartíma Gerðubergs hér.