Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙12. október 2020
Frumbirting ljóðs eftir nýja skáldkonu
Arndís Lóa Magnúsdóttir er ung og efnileg skáldkona sem er í þann veginn að fara að senda frá sér fyrstu ljóðabók sína, Taugaboð á háspennulínu. Hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir verkið sem kemur út hjá Unu útgáfuhúsi. Arndís Lóa er nú komin í Skáldatalið okkar.
Skáld.is fékk góðfúslegt leyfi skáldkonunnar til að frumbirta eitt ljóða hennar:
hljóð er loft sem titrar
þegar það mætir mótstöðu
heimsins
orð bragðast
eins og níðþungt blásturshljóðfæri
úr málmi