SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir14. október 2020

Sársaukinn í þögninni

 

Halla Þórlaug Óskarsdóttir hlaut á dögunum nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir handrit sitt að ljóðsögunni Þagnarbindindi.

Í verkinu er miðlað hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu, segir í umsögn dómnefndar.

Halla Þórlaug er í skáldatalinu sem nú telur rúmlega 330 skrifandi konur á Íslandi.