SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir16. október 2020

Hetjur fyrri tíma

 

Væntanleg er ljóðabók eftir stórskáldið Kristínar Svövu Tómasdóttur sem hún nefnir Hetjusögur. Tilurð ljóðanna er vægast sagt óvenjuleg. Ljóðin eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljósmæður I-III sem séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar, kom út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri 1962-1964 og nutu mikillar hylli meðal lesenda. Þar eru prentaðir æviþættir og endurminningar 100 ljósmæðra. Þetta verður Kristínu að yrkisefni og verður spennandi að sjá hvernig skáldkonan vinnur með og endurskapar þennan óvenjulega efnivið.

Kristín Svava hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, síðast Stormviðvörun árið 2015, og sagnfræðiritið Stund klámsins.