Soffía Auður Birgisdóttir∙25. október 2020
RAUÐU BÆKURNAR
Með mest spennandi bókum haustsins hljóta að teljast þrír rauðir hnullungar:
KÓ - LJÓÐASAFN Kristínar Ómarsdóttur, sem hefur að geyma allar fyrri ljóðabækur Kristínar í einu safni.
BERHÖFÐA LÍF, safn ljóða Emily Dickinson í íslenskri þýðingu Magnúsar Sigurðssonar og
KONUR SEM KJÓSA - ALDARSAGA, fræðirit eftir sagnfræðingana Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
Þessar þrjár bækur munu líklega prýða bókahillur margra eftir komandi jól.