SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir26. október 2020

Nafnlausar konur

„Með því að láta konurnar í götunni vera nafnlausar, hvort sem það er kona smiðsins, fína frúin eða einhver önnur, segist Kristín Marja vera aðeins að hæðast að tilhneigingu í mannanna samfélagi að nafngreina ekki konur.

„Á sjöunda áratugnum var það algengt að konur væru ekki nafngreindar á ljósmyndum sem birtust til dæmis af hjónum í fjölmiðlum. Þá stóð kannski undir myndinni: Kjartan Ólafsson og frú, eins og hún væri fyrst og fremst viðhengi hans, en ekki manneskja sem bæri nafn. Því miður ber enn á þessu, að einhverjum finnist ekki taka því að nafngreina konur, og það segir mikið um samfélagið okkar,“ segir Kristín Marja.

„Að tala fyrir jafnrétti kynjanna hefur nánast verið trúboð hjá mér, og það er aldrei nóg gert af því. Ég hef verið í þessari baráttu alveg frá því ég uppgötvaði sem ungur blaðamaður að jafnréttismál væru það eina sem ég hefði verulegan áhuga á að berjast fyrir. Því miður er eins og bakslag komi alltaf í jafnréttisbaráttuna og við þurfum sífellt að vera vakandi.“

Úr viðtali við Kristínu Mörju í Morgunblaðinu um helgina.