SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir27. október 2020

Til styrktar Hjartadeild Landsspítala

Fyrir nokkrum árum urðu örlagarík skil í lífi Önnu Láru Möller. Fyrst veiktist hún sjálf lífshættulega og var að ljúka ströngu bataferli þegar eiginmaður hennar til 27 ára lést.

Anna Lára, sem hafði starfað undanfarin 17 ár á Landspítalanum, þurfti að horfast í augu við nýjan og umbreyttan veruleika.

Eins og oft gerist á slíkum tímamótum fann hún fyrir þörf til að tjá sig á nýjan hátt og leitaði hún í heim skáldskaparins. Afraksturinn er ljóðabókin VONIN sem Anna Lára sendi frá sér nýverið, en þar er að finna hvorutveggja ljóð og örsögur.

Til að þakka fyrir eigin umönnun, sem og eiginmanns síns, á Landspítalanum ætlar Anna Lára að láta öll höfundarlaun af sölu bókarinnar renna til Hjartadeildar Landspítalans.

Bókin fæst í verslunum Pennans-Eymundsson, Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og hana má einnig kaupa á í netverslun Eymundsson: https://www.penninn.is/is/book/vonin og á Heimkaup: https://www.heimkaup.is/vonin?vid=225376