SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 1. nóvember 2020

NÝJAR SMÁSÖGUR SIGURBJARGAR

 

Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér nýja bók með þeim forvitnilega titli: Mæður geimfara.

Þetta er annað smásagnasafn Sigurbjargar en það fyrra Óttaslegni trompetleikarinn kom út 2016. Sigurbjörg hefur einnig sent frá sér tvær skáldsögur og níu ljóðabækur, auk þess sem hún hefur skrifað leikrit.

Um nýju bókina segir í kynningu að hér sé á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa - og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf.

Það verður spennandi að lesa nýjar sögur eftir Sigurbjörg Þrastardóttur sem ætíð fer sínar sérstöku leiðir og skil sögu og ljóðs eru oft óljós í textum hennar.