SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 8. nóvember 2020

Ný skáldkona og ný bók

 

Kristín Björg Sigurvinsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið en hún var að gefa út sína fyrstu bók.

Bók Kristínar heitir Dóttir hafsins og gerist í skálduðum neðansjávarheimi. Hún er ætluð ungmennum og öllum þeim sem elska ævintýri. Bókabeitan sér um útgáfu.

Forsaga bókar er skemmtileg því Kristín skrifaði hana fyrst 13 ára gömul. Hún endurskrifaði hana síðan eftir að hafa lokið háskólanámi en titillinn hefur haldið sér.

Á vef Forlagsins segir svo frá söguþræðinum:

Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?