SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. nóvember 2020

Bókaspjall í beinni

Á morgun, þriðjudaginn 17. nóvember, er boðið upp á bókaspjall í Bókasafni Garðabæjar.

Fjórir rithöfundar segja frá bókum sínum og lesa úr þeim valda kafla. Þar af eru tvær skáldkonur, önnur orðin löngu þekkt af verkum sínum en hin nýkomin út á ritvöllinn.

Vilborg Davíðsdóttir kynnir splunkunýja sögulega skáldsögu, Undir Yggdrasil, og Katrín Júlíusdóttir mætir með frumraun sína, glæpasöguna Sykur en fyrir hana hlaut hún Svartfuglinn 2020.

Auk þeirra les Hallgrímur Helgason úr ljóðabókinni Við skjótum títuprjónum og Gunnar Þór Bjarnason segir frá sagnfræðilega verki sínu Spænsku veikinni.

Viðburðurinn hefst klukkan 20 og stýrir Auður Aðalsteinsdóttir umræðum.