Fjöldi kvenna hlaut tilnefningu
Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna hafa jafnan verið tíundaðar 1. desember, við hátíðlega athöfn. Nú var ekki hægt að koma því við, vegna ástandsins í þjóðfélaginu, og fór kynningin að þessu sinni fram í Kiljunni fyrr í kvöld.
Skipan dómnefnda var með öðru sniði í ár en verið hefur því að þessu sinni var auglýst eftir „ástríðufullum bókaunnendum" í stað þess að handvelja fólk. 280 umsóknir bárust, að sögn Heiðars Inga Svanssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda en hann sá um að kynna tilnefningarnar í Kiljunni.
Líkt og fyrri ár er tilnefnt í þremur flokkum en sú breyting hefur orðið á að orðinu fagurbókmenntir hefur verið skipt út fyrir skáldverk.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki skáldverka:
-
Arndís Þórarinsdóttir: Innræti (Mál og menning)
-
Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf (Benedikt bókaútgáfa)
-
Elísabet Jökulsdóttir: Aprílsólarkuldi (JPV útgáfa)
-
Jónas Reynir Gunnarsson: Dauði skógar (JPV útgáfa)
-
Ólafur Jóhann Ólafsson: Snerting (Veröld)
61 verk barst dómnefnd en hana skipuðu: Jóhannes Ólafsson, formaður dómnefndar, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ýr Ísberg.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:
-
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda ( Mál og menning)
-
Hildur Knútsdóttir: Skógurinn (JPV útgáfa)
-
Kristín Björg Sigurvinsdóttir: Dulstafir - Dóttir hafsins (Björt – Bókabeitan)
-
Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Grísafjörður (Salka)
-
Yrsa Sigurðardóttir: Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin (Veröld)
46 verk bárust dómnefnd en hana skipuðu: Hrund Þórsdóttir, formaður dómnefndar, Einar Eysteinsson og Katrín Lilja Jónsdóttir.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
-
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Konur sem kjósa - aldarsaga (Sögufélag)
-
Gísli Pálsson: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning)
-
Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn (Mál og menning)
-
Pétur H. Ármannson: Guðjón Samúelsson húsameistari (Hið íslenska bókmenntafélag)
-
Sumarliði R. Ísleifsson: Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár (Sögufélag)
37 verk bárust dómnefnd en hana skipuðu: Einar Örn Stefánsson, formaður dómnefndar, Björn Pétursson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir.
Skáld.is óskar öllum til hamingju með tilnefningarnar.