SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 2. desember 2020

Fjöldi kvenna hlaut tilnefningu

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna hafa jafnan verið tíundaðar 1. desember, við hátíðlega athöfn. Nú var ekki hægt að koma því við, vegna ástandsins í þjóðfélaginu, og fór kynningin að þessu sinni fram í Kiljunni fyrr í kvöld.

Skipan dómnefnda var með öðru sniði í ár en verið hefur því að þessu sinni var auglýst eftir „ástríðufullum bókaunnendum" í stað þess að handvelja fólk. 280 umsóknir bárust, að sögn Heiðars Inga Svanssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda en hann sá um að kynna tilnefningarnar í Kiljunni.

Líkt og fyrri ár er tilnefnt í þremur flokkum en sú breyting hefur orðið á að orðinu fagurbókmenntir hefur verið skipt út fyrir skáldverk.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki skáldverka:

61 verk barst dómnefnd en hana skipuðu: Jóhannes Ólafsson, formaður dómnefndar, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ýr Ísberg.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

46 verk bárust dómnefnd en hana skipuðu: Hrund Þórsdóttir, formaður dómnefndar, Einar Eysteinsson og Katrín Lilja Jónsdóttir.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

  • Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Konur sem kjósa - aldarsaga (Sögufélag)

  • Gísli Pálsson: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning)

  • Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn (Mál og menning)

  • Pétur H. Ármannson: Guðjón Samúelsson húsameistari (Hið íslenska bókmenntafélag)

  • Sumarliði R. Ísleifsson: Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár (Sögufélag)

37 verk bárust dómnefnd en hana skipuðu: Einar Örn Stefánsson, formaður dómnefndar, Björn Pétursson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir.

Skáld.is óskar öllum til hamingju með tilnefningarnar.