SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. janúar 2018

Nýársljóðalestur í Gröndalshúsi

Það fór vel á því að fagna nýju ári með því að hlýða á ljóðalestur í Gröndalshúsi. Upplesturinn stóð frá birtingu til myrkurs, eða frá 10:03 til 17:00. Að þessum viðburði stóðu Kári Túliníus, Kristín Ómarsdóttir, Fía Fender, Fríða Ísberg og Ragnar Helgi Ólafsson. Dagskráin var mjög metnaðarfull en fjöldi skálda stigu á stokk og lásu vel valin ljóð; gömul, ný og jafnvel óbirt.

Þegar Skáld.is mætti á staðinn um þrjúleytið lásu sjö flottar skáldkonur ljóð sín:

Þarna má sjá í efri röð frá vinstri, Gerði Kristnýju, Lindu Vilhjálmsdóttur, Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur og Elínu Eddu Þorsteinsdóttur. Í neðri röð er Guðrún Hannesdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, rulla Ástu Fanneyjar sem vakti mikla athygli og Þórdís Gísladóttir. Auk þeirra lásu Jón Örn Loðmfjörð, Einar Már Guðmundsson og Ragnar Helgi Ólafsson nokkur ljóð.

Það var margt um manninn í þessu fallega húsi sem eitt sinn stóð sem bakhús á Vesturgötunni en var síðan fært í Grjótaþorpið þar sem það fær að njóta sín mun betur:

Dagskráin var þó mun lengri en þá tvo tíma sem Skáld.is stóð við, en einnig komu fram: Kári Tulinius, Kristín Ómarsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Vilja-Tuulia Huotarinen, Haraldur Jónsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Eyþór Árnason, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Brynjar Jóhannesson, Eva Rún Snorradóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Ewa Marcinek, Ófeigur Sigurðsson, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Fríða Ísberg, Þóra Hjörleifsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Soffía Bjarnadóttir, Anton Helgi Jónsson, Þórarinn Eldjárn, Halldóra K. Thoroddsen og Bjarni Bernharður.

Finna má frekari upplýsingar um flestar þessara skáldkvenna í Skáldatalinu.

Myndir/Skáld.is