Bóksalar kjósa
Í Kilju gærkvöldsins var greint frá verðlaunum bóksala, líkt og undanfarin ár. Verðlaun þessi eru valin af starfsfólki bókaverslana og eru veitt fyrir annars vegar íslensk verk, skáldsögur fyrir börn, ungmenni og fullorðna, ljóð og fræði/handbækur og bókakápur, og hins vegar fyrir þýdd verk ætluð börnum og fullorðnum.
Valgerður Ploder Jónsdóttir starfskona í Bóksölu stúdenta og Birgitta Björg Guðmarsdóttir starfskona í Eymundsson á Skólavörðustíg kynntu flokkana níu.
Eftirfarandi verk hlutu Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2020:
Íslensk skáldverk
-
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
-
Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur
-
Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Íslenskar ljóðabækur
-
Sonur grafarans eftir Brynjólf Þorsteinsson
-
Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur
-
Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason
Íslenskar ungmennabækur
-
Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur
-
Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur
-
Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Íslenskar barnabækur
-
Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
-
Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur
-
Herra Bóbó, Amelía og Ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur
Ævisögur
-
Berskjaldaður eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
-
Herra Hnetusmjör eftir Sóla Hólm
-
Káinn eftir Jón Hjaltason
Þýdd skáldverk
-
Beðið eftir barbörunum eftir J.M.Coetzee, Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson þýddu
-
Litla land eftir Gael Faye, Rannveig Sigurgeirsdóttir þýddi
-
Sumarbókin eftir Tove Jansson, Ísak Harðarson þýddi
Þýddar barnabækur
-
Múmínálfarnir: 3. stórbók eftir Tove Jansson, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Steinunn Briem og Þórdís Gísladóttir þýddu
-
Ísskrímslið eftir David Walliams, Guðni Kolbeinsson þýddi
-
Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak, Sverrir Norland þýddi
Fræði- og handbækur
-
Konur sem kjósa eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
-
Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason
-
Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson
Besta bókakápan
-
Blóðberg eftir Þóru Karítas Árnadóttur
-
Konur sem kjósa eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
-
Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur