SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir22. desember 2020

Lára rokselst!

Nýjasta bók Birgittu Haukdal fyrir yngstu lesendurna, Syngdu með Láru og Ljónsa, vermir sæti á metsölulista þessa dagana.

Alls eru bækurnar orðnar 14 um þau Láru og félaga og í þessari er hægt að hlusta á höfundinn syngja uppáhaldslögin þeirra og líka spreyta sig á að syngja sjálf/ur með.

Einnig kemur út í ár Lára fer í leikhús. Birgitta segir í nýlegu viðtali að bækur hennar snúist um hversdagslíf barna sem er þó með stórviðburðum, eins og að læra að hjóla eða byrja í skóla.

Á hverj­um laug­ar­degi fram að jól­um var Birgitta með lestr­ar­stund fyr­ir börn­in þar sem hún las eina Láru­bók á face­book- og in­sta­gram-síðu sinni. Þá er komin í náttfatalína Láru og Ljónsa komin í sölu.

 

Hér má sjá Birgittu kynna söngbókina Syngdu með Láru og Ljónsa:

https://youtu.be/FyfJLwdlXZA