SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn15. janúar 2018

Fjöruverðlaunin 2018

Unnur JÖkulsdóttir, Dagur B.Eggertsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018. Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.

Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta:

Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Þetta í tólfta sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í fjórða sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu og gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2018 skipuðu: Bergþóra Skarphéðinsdóttir íslenskufræðingur, Guðrún Lára Pétursdóttir ritstjóri og Salka Guðmundsdóttir leikskáld og þýðandi í flokki fagurbókmennta; Helga Haraldsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigurrós Erlingsdóttir íslenskukennari og Þórunn Blöndal dósent í íslenskri málfræði í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis; Arnþrúður Einarsdóttir kennari, Sigrún Birna Björnsdóttir framhaldsskólakennari og Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur og flokki barna- og unglingabókmennta.

Nánari upplýsingar um verðlaunin má nálgast á vef þeirra www.fjoruverdlaunin.is

 

Ása Jóhanns