SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. desember 2020

Múmínálfarnir á íslensku

Í gærdag var afar fróðlegur og skemmtilegur þáttur á dagskrá Rásar 1 um Tove Jansson sem skapaði hina sívinsælu Múmínálfa. Þátturinn var í umsjón Gerðar Kristnýjar og má nálgast hér.

Gerður Kristný þýddi Sögur úr Múmíndal sem geymir endursagnir á sögum Tove og kom út á árinu. Þá hafa allar sögubækurnar um Múmínálfanna verið þýddar og er þær að finna í þremur stórbókum, flestar eru endurútgefnar en fáeinar hafa aldrei komið áður út á íslensku:

  • 1945 Småtrollen och den stora översvämningen - 2018 Litlu álfarnir og flóðið mikla:Stórbók 1. bindi í þýðingu Þórdísar Gísladóttur

  • 1946 Kometen kommer - endurútgefin 2018 Halastjarnan: Stórbók 1. bindi í þýðingu Steinunnar Briem

  • 1948 Trollkarlens hatt - endurútgefin 2018 Pípuhattur galdrakarlsins: Stórbók 1. bindi í þýðingu Steinunnar Briem

  • 1950 Muminpappans memoarer - 2019 Minningar Múmínpabba: Stórbók 2. bindi í þýðingu Þórdísar Gísladóttur

  • 1954 Farlig midsommar - endurútgefin 2019 Örlaganóttin: Stórbók 2. bindi, í þýðingu Steinunnar Briem

  • 1957 Trollvinter - endurútgefin 2019 Vetrarundur í Múmíndal: Stórbók 2. bindi í þýðingu Steinunnar Briem

  • 1962 Det osynliga barnet - endurútgefin 2020 Ósýnilega barnið: Stórbók 3. bindi í þýðingu Guðrúnar Jarþrúðar Baldvinsdóttur

  • 1965 Pappan och havet - Eyjan hans Múmínpabba - endurútgefin 2020 í Stórbók 3. bindi í þýðingu Steinunnar Briem

  • 1970 Sent i November - 2020 Seint í nóvember: Stórbók 3. bindi í þýðingu Þórdísar Gísladóttur