Helmingi dekkri en nóttin
Á eftir, kl. 13, verður fyrri hluti þáttarins Helmingi dekkri en nóttin, á Rás 1. Þátturinn fjallar um áður óbirt sendibréf skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur sem hún skrifaði systur sinni Oddnýju á árunum 1951-1953. Sendibréfin veita innsýn í líf Ástu á þeim árum sem hún gefur út sínar fyrstu smásögur en þær vöktu mikla athygli og hneykslaði margan.
Vera Sölvadóttir fjallar um skáld- og listakonuna Ástu Sigurðardóttur en hún komst yfir þessi bréf þar sem Oddný Sigurðardóttir er tengdamamma hennar. Í þáttunum verður lesið úr bréfum Ástu og auk þess talar Vera við tvö elstu núlifandi börn Ástu, Þóri Jökul og Dagnýju Þorsteinsbörn.
Í fyrri þættinum verður einblínt á tímabilið þegar bréfin voru skrifuð en í seinni þættinum verður horft til áranna eftir að Ásta kynntist skáldinu Þorsteini frá Hamri. Seinni þátturinn verður á dagskrá sunnudaginn 3. janúar.
Myndin er sótt á vefsíðuna ruv.is.