Frjósemin
Útvarpsleikritið Með tík á heiði var frumflutt um hátíðarnar og eru nú allir fjórir hlutarnir aðgengilegir í Sarpi Rásar 1. Leikritið er eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og leikstýrt af Silju Hauksdóttur en saman unnu þær að kvikmyndinni Agnes Joy sem sópaði að sér verðlaunum á síðustu Edduhátíð og verður framlag Íslands til næstu Óskarsverðlauna 2021.
Í leikritinu fer tvennum sögum fram. Báðar sögurnar hverfast um barneignir en á mjög ólíkum tímaskeiðum; þar sem annars vegar er í boði nútímatækni og hins vegar er einungis hægt að biðja Guð að hjálpa sér.
Hljóðvinnsla er í höndum Georgs Magnússonar og leikarar eru: María Heba Þorkelsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Michele Rebora, Gunnar Hansson, Hlynur Þorsteinsson, Oddur Júlíusson, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir og Arnar Dan Kristjánsson.
Myndin er sótt á vefsíðu Rúv