SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir31. desember 2020

010121 - Ljóðalestur

Á nýársdag verður boðið upp á ljóðalestur í Gröndalshúsi, líkt og undanfarin ár. Dagskránni verður streymt á netinu, bæði á Facebook og víðar. Lesturinn stendur yfir frá því að sól rís, kl. 10 að morgni, og þar til hún sest, kl. 17. Hér má nálgast viðburðinn á Facebook.

28 skáld munu stíga á stokk. Skáldkonur verða að minnsta kosti 16 talsins og þar á meðal er einn erlendur gestur en Anne Carson er frá Kanada. Ekki liggja öll nöfn enn fyrir en hér eru tíndar til skáldkonurnar í stafrófsröð:

Anne Carson

Arndís Þórarinsdóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ásdís Óladóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Björk Þorgrímsdóttir

Brynja Hjálmsdóttir

Fríða Ísberg

Gerður Kristný

Guðrún Hannesdóttir

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir

María Ramos

Sigrún Björnsdóttir

Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Soffía Bjarnadóttir

Þá lesa einnig Anton Helgi Jónsson, Brynjar Jóhannesson, Dagur Hjartarson, Hermann Stefánsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Helgi Ólafsson og Sölvi Björn Sigurðsson.