SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 2. janúar 2021

Magnea, Ljóðvindar og Tófan

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið okkar en hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur og kom sú þriðja, Ljóðvindar, út á árinu sem var að líða.

Magnea hefur haldið úti síðunni Tófan - Ljóða- og fræðasetur á Facebook í um þrjú ár en það er afar áhugaverð síða sem geymir fróðleik um ýmsar skáldkonur nítjándualdarinnar. Þá sér Magnea einnig um síðu á Instagram sem ber heitið Íslenskar kvennaljóðabækur en þar má finna samansafn af ljóðabókum eftir íslenskar konur.