Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙20. janúar 2018
Góð með kaffinu!
Hún var notaleg stemningin á opnun sýningar um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Marín Guðrún Hrafnsdóttir hélt fróðlegt erindi um Guðrúnu, en Marín er langömmubarn rithöfundarins, og síðan var auðvitað boðið upp á kaffi og kleinur.
Sýningin Kona á skjön - Sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi er í Borgarbókasafni Reykjavíkur - Menningarhúsi Grófinni, Tryggvagötu 15 og stendur til 4. mars. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru Marín Guðrún Hrafnsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Kristín Sigurrós gat ekki verið á opnuninni í dag en hér má sjá prýðilegt viðtal við hana í tilefni af opnun sýningarinnar á Sauðárkróki síðastliðið sumar.