SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. janúar 2021

Lilja Björnsdóttir og „Ástandið“

Nú hefur Lilja Björnsdóttir frá Þingeyri (1894-1971) bæst við Skáldatalið okkar. Hún sendi frá sér þrjár ljóðabækur um ævina; Augnabliksmyndir kom út árið 1935, Vökudraumar 1948 og Liljublöð árið 1952.

Í Vökudraumum má m.a. finna vísuna „Ástandið“ þar sem háðið drýpur af hverju orði:

 

„Ástandið“

Þegar karlmennirnir voru hinir „hreinu“ dómarar.

 

Í hrifningu skoðum við herrana þá,

sem hreinlífið stunda nú e i n i r.

Dyggðanna háttindi dansa þeir á

svo djarfir og hvítir og hreinir.