Bókakaffi | Gleymdar konur
Miðvikudaginn 27. janúar verður boðið upp á dagskrá á Borgarbókasafninu Gerðubergi sem hverfist um gleymdar konur sögunnar.
Kvöldið hefst með því að fimm gleymdar konur eru heiðraðar með því að sýna jafn margar stuttmyndir úr Brazen-seríunni, eftir Pénélope Bagieu í leikstjórn Mai Nguyen og Charlotte Cambon.
Að lokinni sýningu verða umræður og í pallborði sitja Erla Hulda Halldórsdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Nína Björk Jónsdóttir. Velt verður upp spurningum á borð við: Hvaða kvenna samtímans mun framtíðin minnast? Hvers vegna er afreka karla fremur minnst en kvenna? Hver skrifar söguna og hvernig getum við tekið ábyrgð í ferlinu?
Viðburðurinn stendur frá 19:30 21:00. Það er frítt inn en þarft er að skrá sig og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Hér er hægt að skrá sig og nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn.