Blundar í þér ástarsaga?
Bókaútgáfan Króníka og Sparibollinn – bókmenntaverðlaun blása til samkeppni um handritið að bestu ástarsögunni.
Sparibollinn er árviss viðurkenning til fegurstu ástarlýsingarinnar í íslenskum bókmenntum. Lýsingin má standa stök eða vera hluti af stærra verki. Hún má ná til andlegrar ástar og líkamlegrar. Ástar milli karla, kvenna, barna, dýra, ættingja, vina, skipa, flugvéla, fólksflutningabifreiða og svo framvegis.
Handritakeppnin styðst við sömu hugmyndafræði, þemað er ást í sinni víðustu mynd.
Samkeppnin er nafnlaus en óskað er eftir skáldsögum með að minnsta kosti 30.000 orðum.
Þriggja manna dómnefnd mun velja úr handritunum og býðst sigurvegaranum í kjölfarið útgáfusamningur við Króníku.
Skilafrestur er til 31.mars.
Sendið handritin ómerkt og rafrænt á kronika@kronika.is en fullt nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar þarf að fylgja tölvupóstinum.