SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir28. janúar 2018

Myrkraverk Ástu Sigurðardóttur

Um þessar mundir stendur yfir sýningin Myrkraverk á Kjarvalsstöðum. Þar getur að líta verk nokkurra listamanna sem hafa sótt sér innblástur í hið kynngimagnaða og yfirnáttúrulega. Þarna á meðal eru dúkristur eftir Ástu Sigurðardóttur sem prýddu smásagnasafn hennar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem kom út árið 1961 og sömuleíðis þær sem birtust árinu áður í Tannfé handa nýjum heimi eftir Þorstein frá Hamri.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru, auk Ástu, Jóhanna Bogadóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Alfreð Flóki, Kristinn Pétursson og Sigurður Ámundason.

Sýningin Myrkraverk stendur til 22. apríl.