SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 1. febrúar 2021

Uppfærslur á skáldatali

Við vinnum núna - hægt og rólega - að uppfærslu á skáldatalinu okkar og þiggjum gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara hjá höfundum, og nýjar myndir ef höfundar vilja láta okkar slíkar í té.

Nýjasta uppfærsla skáldatalsins er á færslu um Önnu S. Björnsdóttur, ljóðskálds. Síðasta bók hennar er Farvegir sem kom út árið 2018. Þar er að finna bæði ljóð og örsögur. Nokkur ljóðanna í bókinni fjalla um það að eldast, kosti þess og galla ("Orðin / "eldri borgari" / nísta inn að beini"). Dæmi um það er þetta kankvísa ljóð:

Það góða við að eldast er að manni eru ekki gerð eins mörg tilboð um það sem hefur aldrei verið viðeigandi en virtist eiga vel við þegar maður var yngri eins og ég kalla það núna óvarið áhættukynlíf Menn voru svo hrifnir af þessu en ég get ekki sagt að ég hafi deilt þessari hrifningu með þeim kannski látið undan í einstaka tilfelli of oft réttara sagt en það er ekki það sem gleður mig núna á endasprettinum óútreiknanlega Menn færðu mig ekki nær himninum með þessum gjörðum