GREINASAFN UM #ME TOO
Ritröð Rannsóknarstofu í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands kallast Fléttur. Nýverið kom út fimmta bindi ritraðarinnar. Í Fléttum V eru greinar sem allar taka útgangspunkt í #MeToo-hreyfingunni.
Ritstjórar Fléttna V eru Elín Björk Jóhannsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir.
Efnisyfirlit bókarinnar er eftirfarandi:
Formáli ritstjóra. Irma Erlingsdóttir: Inngangur. Uppgjör á umbyltingartímum.
Soffía Auður Birgisdóttir: Þessi tvífætta villibráð.
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir: Líkamsbyltingar og #MeToo.
Dalrún J. Eygerðardóttir: #MeToo mælt af munni fram. Kynbundið ofbeldi gegn ráðskonum í sveit á síðari hluta 20. aldar.
Guðrún Steinþórsdóttir: Kona fer til læknis.
Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir: Þrálát þjáning og leiðin til bata í ljósi #MeToo. Afleiðingar kynferðisofbeldis fyrir konur og leitin að innri lækningu.
Lóa Guðrún Gísladóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og Sóley S. Bender: „Stelpan er einhvern veginn hlutur, hún á að … gegna okkur“. Sýn ungra karlmanna á kynheilbrigði og #MeToo-byltinguna.
Freyja Haraldsdóttir: „Samfélagið segir manni bara að halda kjafti sem þæg fötluð kona“. Sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun.
Nanna Hlín Halldórsdóttir: Breyttur mannskilningur á #MeToo-tímum. Berskjöldun sem svar við nýfrjálshyggju
Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Bakslagsviðbrögð við #MeToo. Hannúð, gaslýsing og þekkingarlegt ranglæti.
Nichole Leigh Mosty: Mikilvægi samstöðunnar. #MeToo-byltingin og konur af erlendum uppruna.