SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. febrúar 2021

Eftir flóðið

 

Lestrarklefinn efnir til bókmenntaviðburðar til heiðurs þriggja bóka úr nýafstöðnu jólabókaflóði. Horft er til bóka sem hefðu mátt rata til fleiri lesenda og fá meiri athygli.

Það reyndist erfitt að velja bara þrjár bækur til að hampa þar sem margt gott leyndist í bókaflóði síðasta árs en úr varð að velja eftirfarandi bækur:

  • Strendingar - Fjölskyldulíf í sjö töktum eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur

  • Hetja eftir Björk Jakobsdóttur

  • Hrímland - Skammdegisskuggar eftir Alexander Dan

Hér má sjá stutt viðtöl við höfunda bókanna ásamt upplestri. Rebekka Sif Stefánsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir stýra viðburðinum.

Eftir flóðið er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.