SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. febrúar 2021

VIRAGO

 

Það er vert að vekja athygli á heimildarmyndinni um breska bókaforlagið Virago sem sýnd var á RÚV síðastliðið miðvikudagskvöld, þann 17. febrúar.

Bókaútgáfan var stofnuð árið 1973 með það fyrir augum að gefa út kvennabókmenntir, ljá konum rödd og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Útgáfan hefur gefið út rúmlega 1200 höfunda og 3500 titla, þ.á.m. eru höfundar á borð við Margaret Atwood og Maya Angelou.

Heimildarmyndin Virago er aðgengileg í Sarpinum til 19. mars 2021.