SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. febrúar 2021

Býr í þér skáld?

Efnt verður til ljóðasamkeppni í tengslum við Júlíönu – hátíð sögu og bóka, sem haldin verður í Stykkishólmi 6.-8. maí næstkomandi.

Ljóðin þurfa að vera merkt dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Það þarf að skila ljóðunum í þremur eintökum fyrir 31. mars 2021 og senda í umslagi merktu: Gistiver, Júlíana - hátíð sögu og bóka, Síðumúla 29, 108 Reykjavík.

Öllum er heimil þátttaka og verða veitt verðlaun fyrir þrjú bestu ljóðin. Vinningsljóðið verður lesið upp við setningu hátíðarinnar.

Vinningarnir eru veglegir. Höfundur vinningsljóðsins hlýtur gjafabréf, vetrardvöl í tveggjamanna herbergi á Hótel Bergi Keflavík, eina nótt, með morgunverði og kvöldverði á Fiskbarnum. Önnur verðlaun er gisting, vetrardvöl í tveggjamannaherbegi á Hótel Egilsen í Stykkishólmi með morgunverði og kvöldverði á Sjávarpakkhúsinu. Þriðju verðlaun eru bókaverðlaun.

Skiladagur á ljóðum er til og með 31. mars 2021.

Dómnefndina í ár skipa Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir ritstjóri, sem er einnig formaður dómnefndar, Lilja Sigurðardóttir rithöfundur og Anna Jóna Lýðsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur