Áhugaverðar þýðingar
Bókaútgáfan ANGÚSTÚRA stendur sig einna best íslenskra forlaga þegar kemur að útgáfum á vönduðum þýðingum erlendra samtímabókmennta. Síðan árið 2017 hefur forlagið gefið út - í sérstökum bókaflokki - fjórtán þýðingar á áhugaverðum bókum frá ólíkum heimshornum og eru ríflega helmingur þeirra eftir konur.
Ekki er annað hægt að segja að þýðingarnar spanni fjölbreytt menningarsvið og höfundarnir eru á öllum aldri. Bækurnar eru gefnar út í smáu broti og eru fallega hannaðar af Snæfríð Þorsteins. Oft fylgja bókunum vandaðir eftirmálar sérfræðinga, sem ber að hrósa fyrir.
Eftir kvenhöfunda hafa komið út eftirfarandi bækur í þessum áhugaverða bókaflokki:
EINU SINNI VAR Í AUSTRI. UPPVAXTARSAGA eftir kínverska höfundinn Xialou Guo (F. 1973). Þýðandi Ingunn Snædal, 2017. ETÝÐUR Í SNJÓ eftir japanska höfundinn Yogo Tawada (f. 1960). Þýðandi Elísa Björg Þorsteinsdóttir, 2018. SÆLUVÍMA eftir bandaríska höfundinn Lily King (f. 1963). Þýðandi Uggi Jónsson, 2018. HNITMIÐUÐ KÍNVERSK-ENSK ORÐABÓK FYRIR ELSKENDUR eftir kínverska höfundinn Xialou Guo (F. 1973). Þýðandi Ingunn Snædal, 2019. KONA Í HVARFPUNKTI eftir egypska höfundinn Naval El Saadawi (f. 1931). Þýðandi Elísa Björg Þorsteinsdóttir, 2019. UPPLJÓMUN Í EÐALPLÓMUTRÉNU eftir íranska höfundinn Shokoofeh Azar (f. 1972). Þýðandi Elísa Björg Þorsteinsdóttir, 2020. SENDIBOÐINN eftir japanska höfundinn Yogo Tawada (f. 1960). Þýðandi Elísa Björg Þorsteinsdóttir, 2020. TÍKIN eftir kólumbíska höfundinn Pilar Quintana (f. 1972). Þýðandi Jón Hallur Stefánsson, 1920.
Aðrar bækur sem komið hafa út í þessum bókaflokki eru:
VEISLAN Í GRENINU eftir mexíkóska höfundinn Juan Pablo Villalobos (1973). Þýðandi María Rán Guðjónsdóttir, 2017. ALLT SUNDRAST eftir nígeríska höfundinn Chinua Achebe (f. 1930). Þýðandi Elísa Björg Þorsteinsdóttir, 2018. GLÆPUR VIÐ FÆÐINGU eftir suður-afríska höfundinn Trevor Novah. Þýðandi Helga Soffía Einarsdóttir, 2018. SAKFELLING: FORBOÐNAR SÖGUR FRÁ NORÐUR-KÓREU eftir Bandi. Þýðandi Ingunn Ásdísardóttir, 2018. LITLA LAND eftir búrúndíska Gäel Faye (f. 1982). Þýðandi Rannveig Sigurgeirsdóttir, 2020. DAUÐINN ER BARNINGUR eftir egipska höfundinn Khaled Khalifa (f. 1964). Þýðandi Elísa Björk Þorsteinsdóttir, 2019.
Hægt er að gerast áskrifandi að þessum bókaflokki á heimasíðu Angústúru, hér - og berast áskrifendum fjórar bækur á ári með póstinum.