SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 1. mars 2021

Anna Lára komin í skáldatalið

Anna Lára Möller er nýjasti meðlimur skáldatalsins. Í haust kom út fyrsta bók Önnu Láru, VONIN, en í henni eru bæði ljóð og örsögur. Í frétt um bókina síðastliðið haust sagði:

Í bókinni er að finna bæði ljóð og örsögur og skiptist hún í 6 kafla sem nefnast: Sorgin, Leiftursókn, Farsæld, Í Fréttum er þetta helst ..., Örsögur og Vonin. Ljóð Önnu Láru leika gjarnan á mörkum sorgar og gleði; þau lýsa sárri andlegri lífsreynslu, ást, þrá, tælingu, missi og örvæntingu. Í örsögunum bregður höfundur á leik í fjölbreytilegum sögum þar sem greina má bæði háð og skop, en einnig ljóðrænar stemmningar og ádeilu. VONIN er tileinkuð minningunni um eiginmann Önnu Láru, Jóhann Möller, sem lést á vormánuðum 2018.

VONIN fæst nú á Bókamarkaði íslenskra bókaútgefandi á mjög góðu verði, en allar tekur af sölu hennar renna beint til Hjartadeildar Landspítalans.