Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 8. mars 2021
Fjöruverðlaunin afhent í dag
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag, 8. mars 2021, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Verðlaunin hlutu:
-
Í flokki fagurbókmennta: Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
-
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
-
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju
Hér má lesa rökstuðning dómnefndar.
Til hamingju allar!