SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir13. mars 2021

Yrsa fær Blóðdropann

Yrsa Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann í ár fyrir Bráðina, bestu íslensku glæpasöguna árið 2020.

Þetta er í þriðja sinn sem Yrsa fær verðlaunin en áður var það fyrir Ég man þig 2011 og DNA 2015. Bráðin verður þar með framlag Íslands til Glerlykilsins, sem er heitið á norrænu glæpasagnaverðlaununum.

Síðastliðin ár hafa skáldkonur hreppt Blóðdropann:

2020 Sólveig Pálsdóttir, Fjötrar

2019 Lilja Sigurðardóttir, Svik

2018 Lilja Sigurðardóttir, Búrið

Til hamingju!