SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir15. mars 2021

Ekki ýkja frumleg...

Skáldskaparferill Nínu Bjarkar Árnadóttur (f. 1941) hófst 1965 og lauk þegar hún lést árið 2000. Hún sendi frá sér yfir tuttugu skáldverk um ævina. Hér má lesa fína grein Soffíu Auðar Birgisdóttur um skáldskaparheim Nínu Bjarkar.

Í ljóðabókinni Fyrir börn og fullorðna, sem út kom 1975, yrkir Nína Björk 30 trúarleg ljóð um Jesú Krist. Fyrri hluti bókarinnar er um Krist sem píslarvott en seinni hlutinn um Krist sem byltingarmann.

Máttug og skáldleg

Í ritdómi frá 1975 er slegið úr og í um ljóðabókina. Þar segir m.a. að bókin í heild sé merkilegt framlag til trúarlegs skáldskapar og í sumum Ijóðunum verði orð skáldkonunnar máttug og gædd skáldlegu lífi en „bókin í heild sé ekki ýkja frumleg...“

 

Hið stóra hlið kærleikans

vildir þú opna öllum mönnum

 

ilmþungt

er blóm hins illa

 

hatrið stóð vörð um blómið

 

heimsins dómur glotti

við öll hjartahlið

 

Þetta stutta Ijóð sýnir vel hvernig unnt er í knöppu formi að koma orðum að hugsunum sfnum, sem er aðeins á færi þeirra, sem náð hafa umtalsverðum þroska í list sinni, segir einnig í ritdómnum.

 

Vaknið!

Ljóðabókin endar á brýningu sem á eins vel við í dag eins og þegar bókin kom út um miðjan áttunda áratuginn:

 

Rödd hans eins og flaututónar

flýgur inn í eyrun:

 

Vaknið

úr ykkar flauelsmjúku kögurfletum

vaknið

farið út og sáið

 

sáið ástinni í hvors annars hjörtu

sáið af alúð og með tár í augum

sáið - sáið

 

 

Mynd af Nínu Björk: Mbl.

 

Tengt efni