SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn16. mars 2021

Metsölubókin: Broddar

Metsölubókin: Broddar eftir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur var rétt í þessu að koma sjóðheit úr prentsmiðjunni. Bókin geymir ljóð sem hverfast einkum um femínisma. Hér á eftir fer ljóðið Fjallkonan sem gefur sumpart tóninn um það sem á eftir kemur:

 

 

Fjallkonan

Konan sú er hyllt

á ári hverju

landið kvengert,

fjallið, mosinn, moldin

fagurlimuð í faldbúningi

 

Frést hefur af fjallkonunni

með hennaljóst hár

í háhæluðum skóm

og eldrauðar varir sem bærast

líkt og auðsveip lognmolla

í húsasundi

 

Kæra fjallkona

Nú er tímabært

að losa um stokkabeltið

afklæðast skautbúningnum.

Nú blása um þig vindar!

Nú er tímabært að gjósa!