SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. mars 2021

360. skáldkonan

 

Nú hefur Lilja Magnúsdóttir bæst við Skáldatalið okkar og eru skáldkonurnar þá orðnar 360 talsins.

Lilja hefur fengist mikið við skriftir og sent frá sér ýmsar greinar og smásögur. Árið 2008 fékk hún glæpasagnaverðlaunin Gaddakylfuna fyrir smásöguna Svikarann og árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, samnefnda smásögunni, Svikarann.

Lilja heldur úti vefsíðunni eldsveitir.is og hefur auk þess umsjón með söfnun þjóðsagna og skráningu þeirra á vefnum sagnirafsudurlandi.is.