SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. mars 2021

Höfundaspjall: Ewa Marcinek & Helen Cova

Næstkomandi miðvikudag verður boðið upp á höfundaspjall á hádegisviðburðinum Menning á miðvikudögum í Bókasafni Kópavogs.

Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek deila brotum úr verkum sínum og ræða stöðu rithöfunda á Íslandi sem hafa ekki íslensku að móðurmáli.

Í viðburðinum á Facebook segir svo frá höfundunum:

Helen Cova er fædd í Venesúela en hefur verið búsett á Íslandi í sex ár. Fyrir síðustu jól sendi hún frá sér örsagnasafnið Sjálfsát: að éta sjálfan sig, þar sem saman fléttast íslenskur heimskautavetur og suðuramerískt töfraraunsæi. Bókin kom út hvort tveggja á íslensku og ensku en myndir við hverja sögu gerði Rubén Chumillas. Helen er nú með aðra bók í smíðum sem er hugsuð fyrir börn og unglinga. https://www.helencova.com/

Ewa Marcinek er fædd í Póllandi og hefur verið búsett á Íslandi frá 2013. Hún nam skapandi skrif og menningarfræði við Háskólann í Wroclaw og síðar myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ewa stofnaði, ásamt Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, leikfélagið Reykjavík Ensemble. Sýningin Ísland pólerað (Polishing Iceland), sem sett var upp í Tjarnarbíói 2020 og vakti mikla athygli, byggði á samnefndu og sjálfsævisögulegu smásagnasafni Ewu um reynsluna af því að vera pólskur innflytjandi á Íslandi og þær áskoranir sem henni fylgja. Ewa er hugvekjuhöfundur Tímarits Máls og menningar 2021. www.ewamarcinek.com

Viðburðurinn stendur frá 12:15 til 13 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg því að sætaframboð er takmarkað. Grímuskylda er á staðnum.

Hér má nálgast viðburðinn á Facebook.