SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 4. janúar 2017

Rauður tangó - Anna S. Björnsdóttir

Uppselt á allar sýningar
en ég fékk miða á Kafka
í allri eymd sinni
og ég blundaði eins og hinir
í nýja óperuhúsinu
í vatninu

Eins og hundur
voru lokaorð hans
Ég man það að minnsta kosti
úr textanum
hann lá á gólfinu
og.......

Alltaf gaman að fara í óperuna
þegar maður er í útlöndum
sjá eitthvað nýtt
víkka sjóndeildarhringinn
umgangast annað fólk

__________________

Úr Á blágrænum fleti:Rauður tangó Á blágrænum fleti Ár: 2005 Staður: Reykjavík Útgefandi: Höfundur