SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir10. september 2017

Spor – Sigríður Helga Sverrisdóttir

Hér er tekið forskot á sæluna því ljóð vikunnar er úr ljóðabók sem er í prentun þessa dagana. Hún er væntanleg í bókabúðir síðar í mánuðinum. Ljóðabókin er eftir Sigríði Helgu Sverrisdóttur og gefur Bókaútgáfan Sæmundur hana út.

Á gangstéttum New York borgar

er að finna eitt stærsta safn fótspora

fólks úr öllum heiminum

fótspor mín liggja þar

um ónefndar götur

borgarinnar

ósýnileg eins og önnur

fyrir utan eitt feilspor

á horni 5. Breiðgötu

er ég steig á heita tyggjóklessu

nú liggur tyggjó með fótspori mínu

á gangstétt í New York

og undir skónum mínum

er svartur blettur til minningar