SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. september 2017

Til hvers ættir þú að vera að skrifa?

Í grein sinni Líf og ljóð. Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum ber Helga Kress saman líf Guðnýjar og Jónasar Hallgrímssonar:

„Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, fædd 1804, dáin 1836. Samtímamaður og jafnaldra Jónasar Hallgrímssonar, fædd og uppalin í sömu sveit og hann. Guðný var prestsdóttir og af menntaheimili eins og Jónas, en hún var ekki send í skóla eins og hann, heldur hjónaband. Hún fór aldrei til útlanda, og ekki lengra en í næstu sýslu. Hún var skáld, en fékk ekki að njóta hæfileika sinna, heldur lifði við stöðuga niðurþöggun, og hún sá aldrei ljóð eftir sig á prenti. Hún dó í útlegð, eins og Jónas, en hún liggur ekki í þjóðargrafreit, heldur í gröf við ysta haf, fjarri ættingjum og vinum, og enginn legsteinn var settur á leiði hennar.“

Titilinn hefur Helga Kress eftir Virginiu Wolf. Grein Helgu má nálgast í greinasafninu hér á síðunni.