SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn 9. október 2017

Guðrún Eva Mínervudóttir

Guðrún Eva Mínervudóttir er fædd í Reykjavík 17. mars 1976. Hún hefur gefið út 13 bækur. Fyrsta bók Guðrúnar Evu, Sóley sólufegri, kom út í mjög takmörkuðu upplagi árið 1998 en sama ár gaf Bjartur út eftir hana smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og vakti það mikla athygli. Guðrún Eva hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 fyrir skáldsögu sína Allt með kossi vekur. Hún hafði áður verið tilnefnd fyrir skáldsöguna Fyrirlestur um hamingjuna árið 2000. Sagan af sjóreknu píanóunum var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2002, Guðrún Eva hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy.

Við rifjum hér upp verk eftir Guðrúnu Evu sem hún las inn á geisladisk árið 2002. Ljóðið heitir Kona 1950. Á disknum Konan: Maddamma, kerling, fröken, frú lesa ellefu skáldkonur ljóð við jafnmargar höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar af konum.

Höfundarnir og verk þeirra sem lesa upp á disknum eru:

  • Guðrún Eva Mínervudóttir - Kona 1950

  • Fríða Á. Sigurðardóttir - Ekkjan

  • Þórunn Valdimarsdóttir - Pallas Aþena

  • Kristín Ómarsdóttir - Fjallkonan

  • Vilborg Dagbjartsdóttir - Snót

  • Linda Vilhjálmsdóttir - af skepnunni (Kona)

  • Elísabet K. Jökulsdóttir - Kona í spegli

  • Ingibjörg Haraldsdóttir - Kona/tré

  • Sigurbjörg Þrastardóttir - Móðir og barn

  • Margrét Lóa Jónsdóttir - Leyndarmál (Álfkona)

  • Vigdís Grímsdóttir - Torso

Diskurinn var gefinn út af Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Listahátíð í Reykjavík 23. maí - 30. júní 2002 í tilefni samnefndrar sýningar á safninu.

Nánar um höfundinn í Skáldatali

 

Ása Jóhanns